Aðeins farið að sjást á ísnum

Það er búið að vera ágætis veður undanfarið en ekki miklir hitar. Hægviðri, léttskýjað og hitinn upp í +7°C.

Vökin við útfallið er að stækka og ísinn á firðinum er að blána svo það er eitthvað að gerast. Það styttist í að við getum farið að sigla hingað.

Menn hafa verið að vinna í svipuðum verkum og síðast, þe hafnarbyggingunni, raflögnum, overföring göngunum og tiltekt á svæðinu. Það fer ekkert að gerast í vélinni sem eftir er fyrr en eftir morgundaginn en það koma 2 menn frá LDW og 1 frá Kössler á morgun. Þá verður reynt að drífa vélaniðursetninguna af.

Vökin á tjörninni fyrir framan stöðvarhúsið stækkar og stækkar. Í gær voru þar 2 pör af kanadagæsum, 1 par af hávellu og 1 par af stokkönd. Nokkrar rjúpur sáust hér í híðinni fyrir ofan.

Þá getum við farið að slasa okkur :) því það er kominn læknir á svæðið, Kristín Hansdóttir og bjóðum við hana velkomna og vonum að hún þurfi ekkert að gera hér.

Vökin

Ísinn að gefa eftir og vökin að stækka.

Vatnið að þiðna

Þetta er vatn upp við jökul. Það er byrjað að þiðna og fljótlega verður ekki göngufæri þarna.

Rjúpa, karri

Þessi karri hafði góðar gætur á okkur og passaði upp á sína frú.

Rjúpa

Og hér er frúin í góðum felulitum.

Í pottinum

Hér er Jón rafvirki í góðum gír ánægður með sig enda með 2 flottar skutlur í pottinum, Kristín (unglæknir) og Ágústa (rafvirki hjá Rafmiðlun)

Bestu kveðjur frá Pakitsoq og þið megið nú alveg vera duglegri að kvitta fyrir komuna.

Kveðja

Pétur Bjarni

4 ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  4. júní 2013 kl. 23.17 | Slóð

  Gaman að fylgjast með ykkur… frábærar myndir.

  Kveðja úr Mývó,
  Stebbi

 2. Valdi
  5. júní 2013 kl. 0.11 | Slóð

  Karrinn er magnaður, veit upp á hár hvað hann er að gera ;)

 3. Finnbogi
  5. júní 2013 kl. 12.47 | Slóð

  “LIKE” á myndina af Jón Eyþóri í pottinum sá lætur fara vel um sig þarna með dömunum.
  Kveðja
  Finnbogi

 4. Steinar
  5. júní 2013 kl. 20.08 | Slóð

  Magnað alveg, hér í Uummannaq hefur verið íslaust síðan í byrjun maí, sjómenn skutlast fram og til baka á plastbotnum með risamóturum og fullan farm af fiski.