Föstudagur

Í morgun var 2 stiga hiti og skýjað. Í hádeginu hafði létt til og það var kominn sól og hitinn kominn upp í 5°C. Það var ekki næturfrost og er þettta að hafa áhrif á ísinn en hann er að grána svolítið. Það er þó nóg eftir af honum, það var farið út á hann og boraðar nokkrar holur til að kanna þykktina. Hann var hvergi undir 120 cm. Það eru því enn nokkrir dagar þar til það verður siglt hér inn.

Allri sprengivinnu er lokið uppi í overföringsgöngunm fyrir utan lokasprenginguna sem verður sennilega í ágúst. Nú er veri að sprautusteypa göngin, taka til og þrífa. Áfram unnið við hafnarhúsið og frágang á bryggjusvæðinu. Uppsetningu hreinlætistækja í Portal og raflögnum í stöðinni.

Fuglaflóran eykst aðeins hérna, sá í gær Hávellupar á vökinni ásamt Stokkandarpari.

Flottur steinn

Flottur steinn sem virðist lagskiptur, grár og bleikur til skiptis.

Útfallið

Útfallið frá virkjuninni. Þetta vatn er núna 0,15°C.

Hafnarbyggingin

Búið að steypa hafnarbygginguna og verið að vinna í plötunni.

Hávella

Hávellupar sem svamlaði í vökinni.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. guðmundur þórðarson
    1. júní 2013 kl. 11.00 | Slóð

    Takk og kvitt