Sólin komin aftur

Þá er kominn sunnan andvari, heiðskýrt og 4 stiga hiti, eins fallegt veður og það getur verið.

Það er búið að slá frá hafnarhúsinu og flugstöðinni. Byrjað að undirbúa plötuna í hafnarhúsið.

Rafmiðlunarmenn (og konur) eru að klára að draga út kaplana fyrir vél 1.

Það átti að mæla ísþykktina á firðinum í morgun og voru menn vongóðir um að hann væri orðinn talsvert þynnri en í vetur þegar hann mældist 120 cm. Þegar búið var að bora 100 cm þá brotnaði borinn, þá hættu menn og voru frekar vonsviknir. Guðmundur Þórðarson reyndi að hugga okkur og sagði að ísinn í 2 firði hafi alltaf farið á sama tíma hvernig sem veturinn var. Við vonum að það sama eigi við hér.

Blár s

Það er alveg magnað að sjá hvað ísinn er blár. Hér er einn ísjaki sem hefur brotnað og er alveg heiðblár í sárið.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq

Pétur Bjarni