Snjókoma

Hélt að vorið væri að koma, það var búið að vera sól og blíða en hitinn í kringum frostmarkið. Kanadagæsin að leita sér að hreiðurstað og meira að segja hafði sést til moskító flugtu. En svo snjóar bara. En það er svo sem allt í lagi ef maður losnar við moskíó fluguna aftur:)

Fossinn í lónið er að aukast og hefur hægt mikið á lækkun lónsins. Fór og skoðaði hvaðan vatnið kemur í fossinn. Það virðist koma beint upp úr jörðinni fyrir framan jökulinn.

Upptökin á ánni

Hér kemur vatnið sem fer í fossinn upp úr jörðinni eins og stór uppspretta.

Fossinn

Hér steypist vatnið framm af klettunum og niður í lónið. Þeir virðast ekki stórir ísjakarnir þarna fyrir neðan en þeir eru margar mannhæðir.

Steinn

Hér styður sá litli undir þann stóra og heldur honum uppi. Er þetta ekki víða svona?:)

Ein ummæli

  1. Guðmundur Þórðarson
    28. maí 2013 kl. 15.56 | Slóð

    Skemmtilegt að fylgjast með