Mikið að gerast

Ágætis veður, nánast logn, hálfskýjað og hitinn hefur farið upp í +6°C yfir daginn.

Í gær voru veggirnir steyptir í flugstöðinni.

Í fyrradag var farið að renna vatn í fossinum sem kemur af jökli og í lónið. Það hlýtur að vera merki um að vorið sé að koma.

Kanadagæs er á vappi hér fyrir neðan stöðina og ég gæti alveg trúað henni til að verpa þar. Svo var stokkandarpar að sulla í tjörninni.

Í morgun var sprengt út úr “overförnigs” göngunum og niður að vatni. Sprengingin varð nákvemlega eins og hún átti að vera og þar af leiðandi gatið líka.

Kanadagæs

Kanadagæsin á vappi fyrir neðan stöðvarhúsið.

Fossinn

Vatn farið að renna í fossinum en hann hefur verið frosinn í allan vetur.

Sprenging � overföringsgöngunum

Sprengt út úr overförings göngunum.

Sprenging � overföringsgöngunum

Reykur og ryk eftir sprenginguna.

Sprenging � overföringsgöngunum

Gatið út úr göngunum og starfsmenn Ístaks og Tukon sem sáu um sprengjuvinnuna.

3 ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  26. maí 2013 kl. 11.53 | Slóð

  Mér sýnist það vera ánægðir starfsmenn sem horfa þarna út í dagsbirtuna.
  Hér er bara gott veður núna, en snjóaði þó vestan til á landinu í nótt.

  Kv, Stebbi

 2. Hallgrímur I
  26. maí 2013 kl. 12.00 | Slóð

  Gaman að sjá hvað gengur vel í göngunum. Allt á áætlun?!

 3. guðmundur þórðarson
  26. maí 2013 kl. 21.04 | Slóð

  Gaman að fylgjast með