Forvitinn

Fór í smá sleðatúr í gærkvöldi til að skoða ísinn. Hann er aðeins að byrja að gefa eftir upp við landið og í kringum straumstæðið en það er samt langt í land að hann hverfi.

Sá 2 seli í leiðinni en þeir voru frekar styggir og vildu helst ekki láta mynda sig.

Náði þó einni mynd af þessum þegar hann kom upp aftur til að athuga hvort við værum ennþá við vökina.

Selur

Aðeins að kíkja upp úr vökinni.

Kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Ein ummæli

  1. Guðmundur Þórðarson
    24. maí 2013 kl. 22.16 | Slóð

    Skemmtilegt