Vorið að koma?

Það er búið að vera flott veður hérna hjá okkur, hægviðri, heiðskýrt en hitinn ávallt um eða undir 0°C. Í gær fór þó hitinn upp í +4°C yfir miðjan daginn í sólinni. Þegar við fórum svo á fætur í morgun var 1°C hiti og það hefur ekki gerst í laaaaaaaaangan tíma að það sé hiti svona snemma á morgnana.

Í gær var klárað að steypa veggina í hafnarhúsinu. Það er verið að slá upp fyrir flugstöðinni, setja hurðir upp í Portal og klára dúkalaginir þar. Rafmiðlun vinnur í raflögnum í stöðvarhúsinu. Gangnavinnan gengur ágætlega og verður jafnvel sprengt út úr göngunum að neðanverðu á morgun.

Stöðvarhúsið

Stöðvarhúsið. Nú verður fljótlega farið að laga til í kringum það.

Hérar

Snæhérar á vappi í nágrenninu. Þeir eru frekar styggir og erfitt að ná góðri mynd af þeim.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni