Loksins sleðafæri

Það er búið að vera ágætis veður undanfarið, nánast logn alla daga, hitastig rétt undir frostmarki og svo hefur verið smá snjókoma.

Snjórinn virðist allur hafa fallið á ísinn á firðinum svo nú er svo komið að það er hægt að keyra sleða á firðinum og er það í fyrsta skiptið sem snjósleði hefur verið gangsettur hér í vetur. Það ætti nú að vera koma vor og sleðavertíðin að enda en ekki að byrja:)

Það sorglega atvik gerðist hér að starfsmaður Kössler sem var rétt kominn til okkar lést úr hjartaáfalli nóttina eftir að hann kom á svæðið. Við sendum aðstandendum hans okkar dýpstu samúðarkveðjur.

Hér er unnið við hafnarbygginguna og að koma mynd á hana. Einnig er búið að slá upp söklum fyrir flugstöðina hérna. Gangnavinnan gengur vel og er verið að vinna í hellinum undir vatninu þar sem lokasprengingin verður. Raflagir í Portal nánast klárar og verið að ganga frá lögnunum  í loftræstikerfin. Uppi í Portal er verið að rífa upp dúka af gólfunum og leggja aftur, þetta þarf víst að gera ef vinnubrögðin eru ekki nógu fagmannleg.

Ísinn á firðinum er lítið farinn að gefa eftir og er hann um 120 cm á þykkt ennþá. Við vorum að vonast eftir að siglingaleiðin myndi opnast í lok maí en það virðist lítil von til þess.

Hér var haldið fjörugt Eurovision partí. Þó það hafi ekki allir verið sáttir við úrslitin þá skemmtu sér allir vel.

Það er nú samt aðeins farið að vora, allavega ef maður horfir á dýralífið sem er aðeins að aukast. Sá nokkra múkka á sveimi og svo hafa nokkrir selir sést við vakir.

Flugstöðin

Flugstöðin að rísa, búið að slá upp fyrir sökklunum.

Sleðaferð

Fyrsta sleðaferðin á vetrinum, Gunni í góðum gír.

Selur

Selur út á ísnum, hann stakk sér strax og við reyndum að koma nær.

Selavök

Vökin sem selurinn hvarf niður í. Hann heldur henni opinni til að geta komið upp og andað.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq.

Pétur Bjarni

Ein ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  22. maí 2013 kl. 10.09 | Slóð

  Sæll Pétur.

  Góðar myndir og gaman að fylgjast með.
  Hér er veturinn kominn aftur eftir þrjá sumardaga eða þannig.
  Við vonumst eftir að það fari að koma almennilegt sumar, hér er búið að fresta stoppi um óákveðinn tíma vegna lélegrar vatnsstöðu í lónum.
  Skerðing hjá orkukaupendum á austurlandi, en samt næg orka til í landinu en engar línur til að flytja hana austur…

  Kveðja,
  Stebbi