Enn lækkar í lóninu

Veðrið búið að vera nokkuð gott, heiðskýrt, sól og lítill vindur. Hitastigið er rétt undir frostmarki en sólin hitar vel á daginn.

Núna hefur lækkað í lóninu um 11,5 m síðan í haust. Þetta er mun minni lækkun en búist var við.

Gangnavinnan upp í efra lónið gengur vel og klárast sprengingar væntanlega í lok mánaðarins og þá tekur við að steypa rör og loka í göngin.

Það er byrjað að slá upp fyrir hafnarbyggingunni og verður fljótlega komin mynd á húsið.

Portalbyggingin er að verða flott. Búið að mála, dúkleggja og raflagnir að klárast.

10 kanadagæsir hafa gert sig heimakomnar á vökinni við útfallið hjá okkur og er gaman að sjá smá líf á henni. Gæsisrnar eru þó frekar styggar eftir að rebbi fór að gefa þeim auga.

Vatnshæðarlnurit

Hér sést hvernig þróunin á vatnshæðini hefur verið síðan í haust.

Hafnarbyggingin

Hafnarbyggingin að rísa.

Kanadagæsir

Kanadagæsir á vökinni við útfallið frá virkjuninni.

Kanadagæsir

Kanadagæsapar að spóka sig á ísnum.

3 ummæli

 1. Jón Davíð Hreinsson
  15. maí 2013 kl. 14.49 | Slóð

  Takk fyrir mig gaman að skoða myndir og rifja upp síðasta sumar.
  Jóndi rafvirki

 2. Guðmundur Þórðarson
  17. maí 2013 kl. 8.55 | Slóð

  Skemmtilegt !

 3. Stefán Stefánsson
  17. maí 2013 kl. 22.49 | Slóð

  Gaman að fylgjast með hér. Gangi ykkur vel.

  Kv, Stebbi