Mættur aftur í “Paradís”

Mættur aftur og Kristján farinn í frí.

Hér hefur allt gengið vel og áfallalaust. Framleiðslan milli 5 og 6 MW.

Blíðu veður í dag hægviðri, heiðskýrt og frostið um 5°C. Það kom smá snjóföl ofan á ísinn á firðinum svo það er svakalega bjart hérna.

Vökin stækkar

Þrátt fyrir frekar kalt veður undanfarið hefur vökin við úttakið stækkað og tekur flottan sveig út á fjörðinn.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq

Pétur Bjarni

2 ummæli

  1. Hallgrímur I
    13. maí 2013 kl. 11.56 | Slóð

    Vökin fallega formuð, heppilegt fyrir bátaflotann. Gaman að fylgjast með.

  2. Guðmundur Þórðarson
    17. maí 2013 kl. 8.54 | Slóð

    Alltaf gaman að fylgjast með