1.000 gestir

Það hefur aðeins kólnað hjá okkur, hitinn er mínus 4-6 gráður á nóttunni en fer upp í +1 gráðu á daginn, smá gola, heiðskýrt og sól.

Í dag kom 1.000 gesturinn inn á síðuna og eru þessir 1.000 gestir búnir að koma ríflega 8.600 sinnum í heimsókn. Það er gaman að sjá hvað það eru margir að kíkja hér inn en þeir mættu ver duglegri að kvitta fyrir sig.

Hér gengur lífið sinn vana gang. Framleiðslan aukist aðeins þegar það kólnaði. Engar truflanir á kerfinu en í Ilulisaat klóra menn sér enn í hausnum yfir stóra rafhitakatlinum. Það verða í honum sprengingar svo húsið nötrar en það finnst engin skýring á þessu. Framleiðandinn segist aldrei heyrt af neinu líku þessu en smá orðrómur að þetta hafi gerst í einum katli í Kína.

Helstu framkvæmdir á svæðinu eru gangnavinna í overförings göngunum, smíða-, raflagna- og málningarvinna í portal.

Vatnið er komið niður í 177,52 mys og hefur þar af leiðandi lækkað um 9,5 metra frá því að við byrjuðum að keyra í haust.

Heimferð hefst á morgun:) Kristján kemur og leysir mig af. Er að verða búinn að vera hér í 6 vikur. Tíminn hefur liðið hratt en hlakka til að koma heim:)

Bestu kveðjur úr Pakitsoq

Pétur Bjarni

Albert á jökli

Albert á einum ísjakanum á lóninu. Vatnsborðið hefur verið þar sem Albert stendur. Svo lækkaði í lóninu og jakinn settist á botninn. Vatnið lækkar meira og þá stendur meira af jakanum uppúr. Svo stendur hann ekki rétt á botninum og þess vegna springur hann í miðjunni.

2 ummæli

  1. Valdi
    13. apríl 2013 kl. 15.13 | Slóð

    Hvernig í andskotanum komst Albert þarna upp? Grunar að hægri helmingur myndarinnar sé ekki svona ógnvænlegur ;)

  2. Þorbergur Leifsson
    3. maí 2013 kl. 11.31 | Slóð

    Farinn að bíða eftir næsta bloggi ekkert komið í um 1 mánuð