Í morgun sá ég í fysta skiptið í langan tíma mínustölu á hitamælinum en það var -1°C. En svo þegar líða tók á daginn fór hitinn upp í +2°C enda glampandi sól og smá gola. Vertur konungur er að lina tökin því það er farin að sjást litabreyting á ísnum, hann er ekki eins blár og hann hefur verið.
Það kom smá vatnsleki inn í göngin milli vatnana svo það varð að grauta þar. Ef þetta verður eitthvað viðvarandi þá tefjast sprengingar aðeins en við vonum það besta.
Á mánudaginn komu hér málarar frá Ilulisaat og eru byrjaðir að spastla upp í Portal. Annars er lítið nýtt að gerast.
Fórum og skoðuðum áhrif lækkunar vansins á skriðjökulinn. Að mestum hluta virðist hann standa á undirlaginu því vatnið sígur niður jökulinn. Á einum stað fylgir jökulinn vatninu er því búinn að skíða fram um 8 metra í vetur á þeim stað. Svo er stórt stykki brotið frá jöklinum og það mun væntanlega fljóta fram í sumar.
Bestu þakkir til þeirra fáu sem kvitta fyrir komuna.
Kveðjur úr Pakitsoq
Pétur Bjarni
Þegar menn ferðast á jökli er eins gott að hjálpast að til að komast leiðar sinnar áfallalaust. Það tókst vel þarna en 1 mínútu seinna datt Albert og fór á bóla kaf í vökina (kannski svolítið íkt).
Þær eru margar flottar vatnsrásirnar í jöklinum, hér er Steinar fyrir framan eina.
Fékk eina mynd hjá Ole Kristensen til að sýna stærðarhlutföllin. Við erum ekki stórir miðað við ísjakana.
Það eru ýmsar torfærur á leiðinni og til að komast áfram þurfti ég að íta þessum ísjökum aðeins í sundur:)
3 ummæli
Flottar myndir og gott að allt gangi vel.
Kv, Stebbi
Flottar myndir!!!
Glæsilegt