Vökin stækkar

Nú er búið að vera 5-9 stiga hiti hérna þessa vikuna og blásið nokkuð, yfirleitt heiðskýrt og sól.

Reksturinn gengur vel og engar uppákomur. Þar sem það er svona hlýtt er minni þörf á orkunni og er meðalframleiðslan rétt undir 6 MW. Gangnavinnan gengur vel sem og önnur vinna í Portalbyggingunni. Í stöðvarhúsinu er ósköp lítil að gerast.

Vatnið sem fer í gegnum virkjunina hefur hitnað mikið síðustu 2 vikurnar en samt er ísinn ennþá um 1,2 metrar á þykkt. Hitinn er kominn í 0,27°C.

Hafið það sem best um helgina.

Kveðja

Pétur Bjarni

Vökin stækkar

Vökin þar sem vatnið kemur frá virkjuninni stækkar ört núna og eru bátarnir alveg orðnir fríir og hægt að fara að sigla þeim. Þeir komast kannski ekki langt því ísinn er rúmur meter á þykkt rétt fyrir utan.

Frosinn foss

Fossinn við yfirfallið á vatninu helfrosinn.

Steinar á jökli

Steinar upp á Grænlandsjökli

2 ummæli

 1. Hallgrímur I
  7. apríl 2013 kl. 17.48 | Slóð

  Fróðlegt að fylgjast með vökinni. Hefur engin ísmyndun verið í úthlaupinu??

 2. 7. apríl 2013 kl. 18.05 | Slóð

  Sæll Hallgrímur
  Það hefur aðeins frosið niður af þröskuldinum en ekkert í úthlaupinu sjálfu.

  Kveðja

  Pétur Bjarni