Jæja það kom að því, fengum smá vind í gærkvöldi og drifum í þvi að prófa segldrekann. Hann sigldi flott með okkur en lét ekki alveg eins vel að stjórn. Þegar við ætluðum að beita honum upp í vindinn var framendinn svo léttur að hann fauk bara undan. Gátutum því aðeins siglt þvert og undan en það var jafn gaman fyrir því. Hann sveif yfir allar sprungur í ísnum eins og ekkert væri. Það þurfti að hafa aðeins meira fyrir því að komast til baka en það var bara sóttur bíll og sleðinn dregin til baka. Svo var bara að fara aftur og aftur.
Já veðrið breyttist aðeins í gær, fengum vind og 5 stiga hita. Vökin í kringum útfallið stækkar ört núna.
Þegar það er svona hlítt er framleiðslan minni en erum þó að framleiða 6,6 MW. Reksturinn gengur vel að vanda. Helstu verk sem eru í gangi eru sprengingar í overförings göngunum, smíðavinna í bílageymslu og raflagnir í portalbyggingunni.
Bestu kveðjur frá Pakitsoq og takk fyrir innlitið (það er allt í lagi að kvitta fyrir komuna)
Pétur Bjarni
Steinar og Valdi á góðri siglingu á Pakitsoq firði.
Rómantísk sigling í kvöldsólinni
Albert út á ísnum á Pakitsoq firði, ísfossinn flotti í baksýn.
3 ummæli
Frábært !
Segldrekinn ógurlegi á svo sannarlega eftir að þeytast með okkur um ísinn næstu vikurnar.
Það er aldeilis rómantíkin!