Páskar

Veðrið hefur verið ótrúlegt undanfarið. Síðan við smiðuðum segldrekann þá hefur verið logn og heiðskýrt, hitastigið frá -8 upp í 0 gráður. Fyrsti dagurinn í dag sem það er skýjað og það komu nokkur snjókorn í nótt en áfram sama lognið.

Maður varð nú ekki mikið var við páskana hér, það var unið þessa daga eins og aðra daga. Ekkert páskaegg en gott að borða eins og alla aðra daga.

Engar fréttir af rekstrinum því það rúllar allt eins og það á að gera.

Hæðin á vatninu er komin niður í 178,22 mys og hefur því lækkað um tæpa 8 metra sem er mun minna en áætlað var. Vatnsforðinn er því mun meiri en gert var ráð fyrir.

Gleðilega páska öll sömul og verið nú dugleg að kvitta fyrir komuna.

Pétur Bjarni

Ísfoss

Fallegur ísfoss í Pakitsoq firði. Hann er ansi hár og ef þið rínið vel í myndina þá sjáið þið bílinn minn standa á ísnum fyrir neðan fossinn, rauður punktur.

5 ummæli

 1. Gísli G. Pétursson
  1. apríl 2013 kl. 20.52 | Slóð

  Erum við að tala um ísklifursfoss?

 2. 2. apríl 2013 kl. 9.36 | Slóð

  Já þetta er flottur ísklifursfoss.

 3. Þorbergur Leifsson
  2. apríl 2013 kl. 11.10 | Slóð

  Bara að láta vita að þetta er lesið af og til þannig að þú hættir ekki.

 4. 2. apríl 2013 kl. 11.13 | Slóð

  Þakka þér fyrir Þorbergur. Það er gott að fá smá hvatningu í þetta.

 5. Hallgrímur I
  2. apríl 2013 kl. 11.32 | Slóð

  Tek undir með þér varðandi lognið, í meira lagi undarlegt og eitthvað til að hafa áhyggjur af ;)
  Lognið á undan storminum o.s.frv. Kannski ráð að smíða annan seglsleða þegar fer að hvessa aftur!