Seglsleði

Flott  veður í gær og var dagurinn notaður í gönguferðir hjá sumum, sjónvarpsgláp hjá nokkrum og smíði seglsleða hjá einhverjum. Það var kaldi af jökli en heiðskýrt og sól.

Reksturinn gengur vel að vanda.

Eggert að máta sleðann

Eggert að máta sig á sleðann og prófa stýrisbúnaðinn.

Júlli að rafsjóða

Júlli að rafsjóða stýrisbúnaðinn.

Það er mikil tilhlökkun í að prófa sleðan en ég veit ekki hvort æðri máttarvöld séu að taka völdin því í morgun þegar við vöknuðum var alveg logn svo fáninn blakti bara alls ekki neitt en það er óvenjulegt hér. Er þetta einhver aðvörun?

Erum samt bjartsýnir á að lognið fari að flíta sér aftur svo hægt verði að prófa sleðan.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni