Gluggaveður

Undanfarna daga er búið að vera flott gluggaveður. Sólin skín og himinn heiður og blár en þegar maður kemur út stingur vindurinn og frostið. Það hefur að vísu ekki verið mikið frost undanfarna daga eða um 3 til 9 stil. En lognið er oftasst að flíta sér full mikið.

Í gær skein sólin í fyrsta skipti á portalbygginguna á þessu ári. Það er ljóst að daginn er farið að lengja all verulega. Það er orðið bjart á morgnana þegar maður fer á fætur og sólin skín á fjörðinn.

Vatnið lækkar alltaf meira og meira og er nú komið niður í 178,72 mys.

Reksturinn gengur vel eins og áður og framleiðslan um 6 MW að jafnaði.

Þakkir til þeirra sem nenna að kvitta fyrir komuna.

Pétur Bjarni

Jökull

Á þessum ísjaka, sem stendur í botni, má vel sjá hvernig vatnsboðrið hefur lækkað.