Fallegt veður í dag

Það er búið að vera hlýtt undanfarið og fór hitinn í 10 gráður í gær. Það er aðeins að kólna og fraus í nótt en í dag er 3 stiga hiti, logn og heiðskýrt. Sem sagt það gegur bara varla orðið fallegra en þetta veðrið.

Í þessari hláku hægði aðeins á lækkuninni á vatninu og er það núna í 178,98 mys. Það gerðist líka að vatnið hitnaði um 0,1 gráðu og þykri það talsvert og ísinn er enn 1,2 metra þykkur þarna.

Reksturinn gegnur ágætlega og er framleiðslan að jafnaði um 5 MW.

Takk fyrir innlitið og sérstaklega til þeirra sem nenna að kvitta fyrir sig.

Kveðjur

Pétur Bjarni

Panorama af Pakitsoq firði, um 200 gráður

Panorama mynd af Pakitsoq firði. Þessi mynd tekur ríflega hálfhring. Virkjunin er lengst til hægri og það er siglt út úr firðinum til vinstri. Þarna sést líka flottur ísfoss og svo í skriðjökulinn koma niður í fjörðinn. Myndina er hægt að sjá stærri á Flickrsíðunni minni. http://www.flickr.com/photos/petur_bjarni/8571527895/in/photostream

2 ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  22. mars 2013 kl. 22.23 | Slóð

  Fylgist reglulega með síðunni.
  Góðar myndir hjá þér félagi.

  Kveðja,
  Stebbi

 2. Finnbogi
  25. mars 2013 kl. 13.02 | Slóð

  Þetta er alveg mögnuð mynd.
  Manni langar í heimsókn á vinnustaðinn eftir að hafa skoðað þessar myndir.

  Kveðja
  Finnbogi