Áframhaldandi hlýindi

Enn er hláka hér, það er 8 stiga hiti og gola.

Fór upp á vatn og þar er allt á floti og þarf orðið að vera á stígvélum ofan á ísnum. Það lækkar þá ekki jafn hratt í lóninu núna.

Reksturinn gengur vel og engar uppákomur en framleiðslan fer minnkandi í þessum hita því íbúar Ilulisaat þurfa ekki að kynda húsin sín eins mikið.

Bestu kveðjur til allra

Pétur Bjarni

Panorama af Pakitsoq firði

Panorama mynd af Pakitsoq firði. Virkjunin er í hvilftinni lengst til hægri á myndinni þar sem sést í litla vatnið.

Myndina er hægt að sjá betur á flickr síðunni minni, http://www.flickr.com/photos/petur_bjarni/8566550822/in/photostream