Umhleypingar í veðri

Það spáði snjókomu í dag og ætluðu þeir hjá Nukissiorfiit að heimsækja okkur hingað inn í virkjun á vélsleðum. Vaknaði við eitthvað skrítið hljóð í nótt og var lengi að finna út hvað það var. Þetta var vatn að renna svo ég hélt að það væri kominn leki einhversstaðar sem þyrfti að skoða í hvelli. Þá komst ég að því að það voru himnagáttirnar sem láku, það var semsagt kominn rigning og 7 stiga hiti. Þetta varð til þess að af heimsókn Nukissiorfitmanna varð ekki því allur snjór farinn og bara hreinn ís á leiðinni.

Það fjölgaði aðeins hjá okkur í dag en það komu 8 manns á svæðið en 4 fóru heim svo umsvifin eru að aukast smátt og smátt.

Bestu kveðjur til allra og takk fyrir kommentin.

Pétur Bjarni

Grýlukerti, listaverk náttúrunnar

Listaverk náttúrunnar eru glæsileg í ísnum.

Pétur á fjöllum

Fór í smá gönguferð upp á fjallið á móti búðunum. Þarna má sjá glæsilegan ísfoss hinu meginn við fjörðinn.