Vatnið lækkar og lækkar

Það er búið að ver hálf skrítið veður núna og hefur hitinn sveiflast um 22 gráður á 4 klst. Á hádegi í gær var hér 4 stiga hiti, skýjað og smá snjóél og nokkur vindur en um morgunin hafði verið 18 stiga frost. Í dag er gola og 4 stiga frost og skýjað.

Frá því í byrjun október hefur vatnið lækkað um 7,4 m. Það er samt mun minna en búist var við. Það mun lækka áfram þar til það fer að hlána í vor og leysingarnar byrja.

Í þessum hlýindum er framleiðslan mun minni og í dag er hún um 5,5 MW.

Hér gengur allt vel og góðar kveðjur til allra sem nenna að lesa þetta.

Pétur Bjarni

vatnshaed_1232013.JPG

Hér sést hvernig vatnið hefur lækkað jafnt og þétt.

Ein ummæli

 1. Stefán Stefánsson
  16. mars 2013 kl. 15.31 | Slóð

  Sæll Pétur.

  Gaman að fylgjast með, hlýtur að vera talsvert spennandi að vera þarna og ekki síður krefjandi.

  Kveðja,
  Stebbi