Góð framleiðsla

Veðrið er búið að vera risjótt. í byrjun vikunnar var frostið -30°C en logn en svo hvessti og fór vindurinn í 32 m/sek. þá hristust búðirnar svo mikið að ég hélt að þær færu bara. Þeir sem voru áveðurs í herbergjum þurftu að fá sér auka sængur og helst að vera alklæddir í rúmminu til að halda á sér hita. Svo lægði aftur og núna er logn og 18 stiga frost, léttskýjað. Sem sagt einstaklega fallegt veður.

í þessum kuldum og vindi þurftu íbúar Ilulisaat að kinda vel og því þurfti að framleiða mikið af orku fyrir þá og voru meira og minna 2 vélar í gangi.

Hér er unnið í Portal byggingunni, loftræstikerfinu, raflögnum og gangnavinnu í overföring göngunum svo það er talsvert um að vera.

Takk fyriri innlitið og kommentin.

Kveðja til allra

Pétur Bjarni

2013_03_07_img_8476.jpg

Eini snjórinn á svæðinu safanast fyrir framan gangnamunna Adit 3.

2013_03_07_img_8477.jpg

Þegar lækkar í lóninu þá rísa jakarnir þar sem þeir standa í botni og það verða til skrautlegar íshallir.