Ísinn sprengdur

Það er gola í dag og 20 stiga frost svo það er frekar napurt en það er samt heiðskýrt og fallegt veður.

Í gær var verið að gera klárt til að hefja gangnaframkvæmdir og meðal annars þarf að útvega vatn á borinn. Til þess var lögð lögn niður að vatninu og sprengd vök í ísinn þar sem dælan var svo látin síga niður.

Það er búið að vera kalt undanfarið og íbúar Ilulissat kynda vel. Því hefur framleiðslan verið mikil og 2 vélar keyrðar meðan hæstu topparir eru.

Þeir sem eftir voru í síðasta úthaldi yfirgáfu svæðið í gær en 2 menn frá Rafmiðlun bættust í hópinn ásamt einum Grænlendingi svo við erum 20 í allt á svæðinu.

Þakka öllum sem hafa kíkt á síðuna. Gaman að sjá hvað Guðmundur, Hallgrímur og Bjarni Már eru duglegir að skoða og kvitta fyrir, takk tyrir það strákar.

Bestu kveðjur frá Pakipsoq.

Pétur Bjarni

2013_03_04_img_8455.jpg

Það hefur lækkað talsvert í lóninu eins og sjá má en vatnið náði upp að skúrnum.

2013_03_04_img_8458.jpg

Fribbi að saga vök í ísin, hann nær aðeins að saga 60 cm niður en ísinn er 120 cm þykkur og því þarf að grípa til róttækari aðgerða.

2013_03_04_img_8462.jpg

Fribbi og Sebastian gera sprengjuþræðina klára.

2013_03_04_img_8465.jpg

Svo er sprengt. Það heyrast drunur og svo lyftist ísinn.

2013_03_04_img_8467.jpg

Og svo springur allt upp og það verður til þessi fína vök til að setja dæluna niður.

4 ummæli

 1. Kristinn Einarsson
  5. mars 2013 kl. 18.37 | Slóð

  Gaman að sjá hversu mikið hefur lækkað í lóninu og að líf sé byrjað aftur á staðnum.
  Kveðja frá Kidda í Noregi.

 2. Guðmundur Þórðarson
  5. mars 2013 kl. 19.30 | Slóð

  Skemmtilegar aksjón-myndir, svona strákar í byssó fílingur !
  kveðja
  Guðmundur

 3. Hallgrímur I
  6. mars 2013 kl. 18.42 | Slóð

  Alla vega ein leið til að búa til vök!
  Bestu kveðjur til gengisins,
  Hallgrímur

 4. Árni Tómasson
  11. mars 2013 kl. 21.50 | Slóð

  Frábært að sjá þetta. Gaman að sjá hvernig þetta lítur út á hinum endanum. Kv frá Ilulissat.