Bölvað rok

Það er búið að vera bölvað rok hér alla síðustu viku. Meðalvindur milli 10 og 20 m/sek og kviður yfir 30 m/sek. Það hefur ekkert skemmst nema flaggstöngin brotnaði. Búðirnar hristast og skjálfa og það brakar og brestur í öllu. Hitastigið hefur verið rétt yfir forstmarki nema síðustu 2 dagana rétt undir því.

Fórum upp á fjall að mæla vatnshæðina og er hún komin niður í 182,77 mys. Þessi hæð er í samræmi við nýjustu væntingar. Þegar við vorum þarna uppi á fjallinu sáum við aðeins glitta í sólina og er það í fyrsta skiptið á árinu sem ég sé hana. Það vantar samt talsvert á að hún nái að skýna hingað niður í búðirnar.

Framan af viku var framleiðslan léleg þar sem rafhitaketillinn var bilaður í Ilulisaat. Í gær kom maður frá Danmörku og gerði við hann svo í dag er hann keyrður á fullu. Svo var verið að taka aðra litla katla í gagnið í dag og erum við að framleiða á fullum afköstum eða 7,5 MW. Varð voðalega bjartsýnn og ætlaði að framleiða enn meira og gagnsetja vél 2. En hún titrar svo mikið að það er ekki hægt.

Takk fyrir góð viðbrögð við að kvitta fyrir komuna og allar góðu kveðjurnar.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq.

Pétur Bjarni

Ísing � göngunum

Ísing inni í göngunum niður í inntakið.

Ískristallar

Flott munstur sem ískristallarnir mynda.

Ískristallar

Ískristallararnir taka á sig ýmsar myndir.

Ískristallar

Náttúrar býr til frábær listaverk. Ískristallar.

Ískristallar

Það er fátt sem slær náttúrunni við í listum. Ískristallar.

4 ummæli

 1. Gunnar
  26. janúar 2013 kl. 0.27 | Slóð

  Góður!

 2. Stefán Stefánsson
  26. janúar 2013 kl. 0.40 | Slóð

  Frábærar myndir hjá þér Pétur.
  Vélinni er greinilega bara svona kalt að hún skelfur eða hvað hahahahaaaa…
  Gangi þér vel.

  Kv, Stebbi

 3. Guðmundur Þórðarson
  26. janúar 2013 kl. 16.45 | Slóð

  Flottar kristallamyndir hjá þér Pétur :-)
  kveðja
  Guðmundur

 4. Kristinn Einarsson
  28. janúar 2013 kl. 9.13 | Slóð

  Gaman að fylgjast með ykkur hér eftir að maður hætti.
  Kveðja Kiddi Einars.