Rebbi

Búið að vera hvasst hérna á köflum, upp í 22 m/sek en hitinn rétt yfir frostmarki og skýjað.

Framleiðslan gengur truflanalaust en er í minna lagið þar sem rafhitaketillinn í Ilulisaat er bilaður og því þurfa þeir að kynda fjarvarmaveituna með olíu.

Rebbi hefur verið að sniglast hér í kringum okkur. Settum upp gildru til að sjá hvort við næðum honum. Og viti menn, hann stóðst ekki kjötbitann í gildrunni og lokaðist þar inni. Honum voru svo gefnar nokkrar pylsur í viðbót og sleppt daginn eftir. Hann var frelsinu feginn en var nú ekkert að forða sér langt og um kvöldið var hann farinn að sniglast í kringum búðirnar aftur.

Takk fyrir innlitið á síðuna og sérstakar þakkir til þeirra sem kvitta fyrir komuna.

Kveðja til allra frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Rebbi búrinu

Rebbi var nú ekki alveg að átta sig á hvað hann ætti að gera þegar búrið var opnað.

Rebbi

Rebbi stóð bara og horfði á okkur þegar hann kom út úr búrinu.

Rebbi

Svo var að velta sér aðeins upp úr snjónum.

Rebbi

Svo var bara að kveðja og vinka bless.

5 ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  20. janúar 2013 kl. 21.47 | Slóð

  Pakitsoq refarækt !
  kveðja
  Guðmundur

 2. Valdi
  22. janúar 2013 kl. 8.32 | Slóð

  Alltaf flottar myndir hjá þér og heldur okkur sem heima sitjum við efnið. En það góða er að það er bara rétt rúmur mánuður þangað til maður kemur aftur ;)

 3. Stefán Stefánsson
  24. janúar 2013 kl. 22.22 | Slóð

  Gott að allt gangi vel hjá ykkur.
  Hér heima er veðrið búið að vera gott, en vindsperringur stundum og hiti um eða rétt ofan við frostmark.
  Gæti komið stórhríð í tilefni þorrablótsins.

  Kveðja,
  Stebbi

 4. Harald Jóhannesson
  25. janúar 2013 kl. 19.30 | Slóð

  Skemmtilegar myndir

 5. Þorbergur Leifsson
  1. febrúar 2013 kl. 11.35 | Slóð

  Hvernig gátuð þið sleppt svona fallegum loðfeldi.