Daginn að lengja

Það hefur verið ágætis veður á okkur. Hægviðri, léttaskýjað og frostið frá 3 og niður í 17°C.

Framleiðslan gengur vel en þeir hjá Nukissiorfiit eru enn í vandræðum með rafhitaketilinn og eru því ekki að taka fullt afl. Erum að framleiða um 5MW að meðaltali á sólahring.

Þann 14 sáum við sólina fyrst skýna á hæsta fjallatoppinn og nú er hún farinn að skýna aðeins niður hlíðarnar. Það eru nú samt nokkrir dagar í að við fáum að sjá sólina hér í búðunum. Sólarupprás er kl. 11:13 og hún sest aftur kl. 13:57.

Þakka góð viðbrögð við því að kvitta fyrir komuna á síðuna og gaman að sjá hve margir kíkja hér inn.

Bestu kveðjur úr Pakitsoq.

Ísjaki

Ísjaki sem stendur í botni og hækkar alltaf þar sem vatnið lækkar í lóninu.

Við sjaka

Bjössi, Gunni og Bjarki við ísjaka sem er alltaf að hækka, vatnsborðið var við brúnina fyrir ofan höfuðin á þeim.

Ísjaki

Ísinn er skemmtilega blár í sárið.

Ís

Þegar ísjakarnir rísa svona upp úr vatninu (þegar vatnið lækkar) brotna þeir niður.

2 ummæli

 1. Bjarni Már
  18. janúar 2013 kl. 21.41 | Slóð

  Flottar myndir af jökunum, hvernig þeir hækka jafnt og þétt meðan lækkar í lóninu.
  kv/BMJ

 2. Guðmundur Þórðarson
  18. janúar 2013 kl. 22.17 | Slóð

  Sælir Grænlendingar,
  Tékka reglulega á síðunni, gaman að fylgjast með lífinu hjá ykkur.
  kveðja
  Guðmundur