Vatnshæðarmæling

Hér er búið að vera ágætis veður undanfarna daga, logn eða hægviðri, heiðskýrt eða léttskýjað og frostið á milli 15-20 gráður.

Framleiðslan hefur gengið vel hjá okkur og hafa Nukissiorfiit menn verið að auka við rafhitakatlana svo það er meira álag á kerfinu núna. Þó hafa þessir katlar aðeins verið að stríða þeim og verið að detta út með tilheyrandi sveiflum á kerfinu en samt ekki til skaða fyrir okkur.

Fórum upp á vatn að mæla hvað vatnsborðið hefur sigið mikið. Hæðin er núna 183,36 mys og hefur lækkað um 3,46 m frá því í lok september. Ísinn er 97 cm þykkur og er talsvert bras að bora í gegnum hann.

Erum enn í vandræðum með leka á vatninu í búðunum en það tapast um 10.000 lítrar á sólahring og hefur okkur ekki tekist að finna þetta vatn. Það sést hvergi koma upp úr jörðinni.

Fer nú að halda að það lesi engin þetta pár mitt þar sem kvittanir fyrir komurnar eru í algjöru lágmarki.
Takk fyrir kveðjurnar Stebbi.

Kveðjur góðar frá Pakitsoq

img_8089.JPG

Bjössi að bora eftir vatni. Ísinn 97 cm þykkur.

Vatnshæðarmælingar

Gunni klár með GPS tækið, Bjössi borar og Bjarki myndar á fullu.

Vatnshæðarlnurit

Hér sést hvernig vatnsborðið á miðlunarlóninu lækkar með meiri notkun.

8 ummæli

 1. Albert Haagensen
  14. janúar 2013 kl. 22.56 | Slóð

  Kvitt!

  Alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur. Bið að heilsa öllum.

  kv
  Albert

 2. Guðmundur Þórðarson
  14. janúar 2013 kl. 23.01 | Slóð

  Sælir Pétur og félagar.
  Ég tékka nú á síðunni þinni á hverjum degi og fylgist með ykkur þannig.
  Ég sé að Björn bónd deyr ekki ráðalaus í súkkulaðirúsínuframleiðslu. Sveitamenn kunna að bjarga sér !
  Gangi ykkur vel

 3. Jón Pálmason
  15. janúar 2013 kl. 11.21 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni
  Við fylgjumst alltaf með þér og söknum þín þegar engar fréttir koma. Gangi ykkur vel.
  kveðja frá Verkís.
  Jón

 4. Guðmundur Þórðarson
  15. janúar 2013 kl. 17.07 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni,

  Hvernig passar lækkun lónsins, 3,46m miðað við útreikninga fyrir niðurtöppun og orkuframleiðslu ?
  Bara forvitni.
  kveðja
  Guðmundur

 5. Valtýr Bergmann
  16. janúar 2013 kl. 0.37 | Slóð

  Kvitt. Skoða bloggið þitt nokkuð oft en er bara feiminn við svona skrif. Valtýr, Rafmiðlun.

 6. Björn Stefánsson
  18. janúar 2013 kl. 8.54 | Slóð

  Þó ég hafi kíkt á þessa síðu reglulega hef ég ekki kvittað fyrir fyrr. Þið eigið mikinn heiður skilið fyrir að veita okkur þessar upplýsingar allar. Það nýtist okkur á LVP vel við okkar störf í kringum þetta verk, auk þess sem þetta er skemmtilegt.

 7. Þorbergur Leifsson
  1. febrúar 2013 kl. 11.30 | Slóð

  Sæll

  Les þetta með mikilli ánægju þó ég kvitt sjaldan fyrir. Kveðja

  Þorbergur Verkís

 8. Þorbergur Leifsson
  1. febrúar 2013 kl. 11.30 | Slóð

  Sæll

  Les þetta með mikilli ánægju þó ég kvitt sjaldan fyrir. Kveðja

  Þorbergur Verkís