Engin sjoppa

Hér gengur allt ágætlega. Ágætis veður, hægviðri og frostið í kringum 9 gráður.

Ætluðum upp á vatn og mæla vatnshæðina en þó það sé varla snjókorn hérna þá eru þau fáu á veginum svo það var talsvert bras að komast uppeftir. Þegar út á ísinn var loksins komið átti að bora gat til mælinga var borvélin biluð svo það verður að gera aðra ferð á morgun í þetta.

Það er ekki mikið um að vera hér og ekki hægt að skreppa út í sjoppu til að ná sér í nammi. Okkur langaði í súkkulaðirúsínur eitt kvöldið og þá tók Bjössi sig til og bjó þær til og brögðuðust þær mjög vel.

Kær kveðja frá Pakitsoq og verið nú dugleg við að kvitta fyrir komuna.

Búa til súkkulaðirús�nur

Bjössi að búa til súkkulaðirúsínur.

Bjarki að slaka á

Bjarki að slaka á í sófanum og spilar tölvuleik.

2 ummæli

 1. Daði
  19. janúar 2013 kl. 16.03 | Slóð

  Kær kveðja á Bjarkann! Gaman að sjá smá hvernig aðstæður er verið að vinna við þarna. :)

 2. Steinar
  24. janúar 2013 kl. 14.26 | Slóð

  Flottur þarna í rúsínunum hann Bjössi frændi minn.

  KV.Steinar OAS.