Kominn aftur til Pakitsoq

Jæja þá er maður kominn í sæluna aftur hér í Pakitsoq.

Ferðalagið byrjaði nú ekkert allt of vel. Flugum frá Reykjavík og þegar við vorum að fara að lenda í Ilulissat þá kom melding um stíflaða olíusíu í flugvélinni og ef hún lenti þarna þá mætti hún ekki fara í loftið aftur. Þá var púllað upp og flogið til Nuuk þar sem ný sía var sett í. Flogið til Ilulissat aftur og þegar við lentum þar var komið myrkur svo það var ekki hægt að halda áfram á þyrlu inn í virkjun. Þegar það kom í ljós að við þyrftum að fljúa til Nuuk var send þyrla inn í virkjun og allir sóttir nema Kristján var skilinn eftir ásamt manni frá Nukissiorfiit. Fólkið sennt heim með flugvélinni en við gistum og flugum með þyrlu inn í virkjun daginn eftir. Kristján fór svo heim í gegnum Nuuk.

Hér gengur allt flott og engar truflanir. Erum hér 4, ég, Bjarki frá Rafmiðlun, Bjössi og Gunni frá Ístak.

Þegar ég fór að heiman var allt á kafi í snjó og nánast allir gluggar á húsinu heima á kafi, fara svo til Grænlands og það er snjólaust. Þetta er alveg fáránlegt.

Veðrið hefur verið gott, frá -12°C og niður -23 °C, heiðskýrt að mestu og hægviðri eða logn.

Kveðja

Pétur Bjarni

Snjólaust á Grænlandi

Eins og sjá má á myndinni er alveg snjólaust, fjörðurinn frosinn og vökin er ekki stór þar sem frávatnið kemur.

2 ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  8. janúar 2013 kl. 20.04 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni,
  Gaman að nú skuli afur vera hægt að fylgjast með.
  þú mátt alveg láta Kristján hafa aðgang á bloggið :-)
  Það verður seint hægt að ferðast um Grænland eftir klukkunni, stundum frávik af ýmsum ástæðum greinilega.
  Gott að heyra að allt gengur vel.
  kveðja frá Þrándheimi
  Guðmundur Þórðarson

 2. 21. mars 2013 kl. 14.50 | Slóð

  whoah this blog is fantastic i like reading your articles. Keep up the good paintings! You understand, a lot of people are hunting round for this info, you could aid them greatly.