Færslur mánaðarins: desember 2012

Heimferð

Búið að vera ágætis veður, hægviðri og um 8 stiga frost og smá snjóél. En það er samt enginn snjór hérna.
Reynt að ganga frá hérna svo Kristján fái þetta í sæmilegu standi og geti haft það rólegt um hátíðarnar.
Á að vera heimferð á morgun en þyrlan bilaði og er ekki víst að hún verði komin […]

Vél 1

Það var bálhvasst í nótt og þegar ég klæddi mig klæddi ég mig vel því ég bjóst við miklum kulda. Þegar ég opnaði útidyrnar varð ég mjög hissa því það var allur snjór að hverfa og það var 8 stiga hiti úti.
Það er allt á fullu við að undirbúa brottför, loka og ganga frá. Ætlunin […]

Snjókoma

Undanfarið hefur verið frekar hvasst og um 14 stiga frost sem varð í kringum 25 stig með vindkælingu. En í gær fór að hlýna og í dag er 4 stiga frost, hægviðri og snjókoma.
Dagurinn er orðinn mjög stuttur hér og verður ekki einusinni almennilega bjart yfir hádaginn.
Það átti að koma þyrla í gær en komst […]

Kólnar aftur

Frostið komið í 14 gráður en það væri svo sem í lagi ef að það blési ekki með þessu.
Til að bæta upp vatnstapið í neysluvantss lögnunum þurftum við að búa til neysluvatn úr sjó. Það gengur vel svo nú getum við farið í bað aftur og lyktum þá sæmilega:)
Unnið á fullu við að ná titringnum […]

Heimferð

Í dag fóru 19 manns heim svo það fækkar stöðugt hérna hjá okkur. Nú fóru flestir af þeim sem ég hef verið að vinna með svo ég sit hér einn á kontórum. Held bara að ég sé strax farinn að sakna ykkar:). Það komu menn frá LDW og Kössler með þyrlunni núna og eiga þeir […]

Litlu jólin

Veðrið hefur verið svolítið risjótt hjá okkur hér. Í gær átti að koma þyrla með menn frá Kössler og LDW en það var allt of hvasst fyrir hana svo hún komst ekki. Það brotnuðu rúður í 2 bílum þegar grjót fauk í þær. Það er því stefnt á 1 þyrluflug á morgun þar sem þessir […]