Færslur mánaðarins: nóvember 2012

Sumarblíða

Þetta er ótrúlegt þetta veður hérna. Undanfarna daga hefur blásið frekar hressilega en hitinn hefur verið fyrir ofan frostmark og farið upp í 7°C. Sá litli snjór sem sást hérna er að hverfa og vökin í kringum útfallið er að stækka. Sólin kom upp kl. …. Nei hún kemur víst ekkert meira upp á þessu […]

Sviftingar í veðri

Í gær fór ég í göngutúr hér upp á fjall. Það var 17 stiga frost og kaldi svo það var eins gott að búa sig vel enda var alveg ískalt. Í dag er hvasst en 3 stiga hiti svo það er 20 stiga sveifla yfir nóttina.
Daginn styttir ört hér, nú er sólaruppkoman kl. 11:21 og […]

Flæðismæling

Það er búið að vera flott veður síðustu dagana. Hægviðri eða logn, heiðskýrt og 17-20 stiga frost.
Fjörðinn er að leggja og íslaust svæði í kringum útfallið frá virkjuninni minnkar alltaf.
Það hefur verið maður frá Rittmayer að gangsetja flæðismælana hjá okkur og nú sjáum við að á 5,7 MW fara 3,52 m3  af vatni í gegnum […]

Bærinn ljóslaus

Jæja þar kom að því. Í fyrradag varð útleysing þannig að bærinn missti allt rafmagn. Það varð útleysing á svæðinu sem varð svo til þess að vélin fór út og allt varð rafmagnslaust. Það má segja að þetta hafi verið röð mistaka sem olli því að þetta gerðist. Þegar átti að ræsa díselvél í bænum kom […]

Ganga á jökul

Það var fallegt veður í gær, 12 stiga frost og logn hérna í búðunum.
Fóum með þjóðverjana í gönguferð upp á jökul. Þeir voru búnir að óska eftir því að sjá jökulinn almennilega og þar sem þeir eru að fara á morgun var drifið í ferð þangað uppeftir. Ókum upp að overföring göngunum (það eru göngin á […]

Laugardagur

Fallegt veður í dag en kalt, hægur vindur, heiðskýrt og sást sólin á fjallatoppunum hér á móti.
Sólaruppkoman er kl. 10:06 og hún sest aftur kl. 13:47 svo dagurinn er að verða ansi stuttur.
Höfum verið að prófa bæði vél 1 og 2 og er þessum prófunum nú nánast lokið. Erum að keyra 7,4 MW á vél […]

Prófanir vél 2

Veðrið hefur verið mjög risjótt hérna. Brjálað veður upp á fjalli en hérna niðri hefur það verið skaplegt. Hitinn yfirleitt rétt undir frostmarki og niður í -10 gráður en það er kalt þegar það blæs. Í gær var felld niður sigling vegna veðurs og það er frekar sjaldgæft.
Prófanir á vél 2 hafa gengið ágætlega en […]

Fyrsta run á vél 2 ofl

Höfum verið að framleiða frá 5 til 7 MW og fer álagið mikið eftir veðrinu. Keyrslan hefur gengið vel og ótrufluð þessa dagana. Það trippaði rafmagnsketill í nótt í bænum en eftir að hafa endurstillt varnirnar þá kom það í veg fyrir að bærinn yrði rafmagnslaus.
Það hafðist að láta vél 2 snúast í fyrsta skiptið […]

Fyrsta útleysingin

Jæja þar kom að því.
Bærinn varð rafmagnslaus kl. 6:45 í morgun. Það leysti út rafmagnsketill í Ilulissat og við það varð tíðnisveifla sem leysti út 10 KV rofa í bænum. Vélin og línan stóðust þessa raun og því var auðvellt að koma rafmagninu aftur á. Það er léttir að það var ekki hægt að rekja þetta […]

Til Ilulissat aftur

Jæja þá er ég kominn aftur hingað í Pakitsoq eftir að hafa verið í viku hjá Hermanni í Qaqortoq.  Þar  settum við rafala og vél saman með hjálp frá Micael frá ABB, Peter og Bavia (veit ekki hvort þetta sér rétt skrifað hjá mér) frá Nukissiorfiit. Við unnum langa vinnudaga og gekk verkið […]