Færslur mánaðarins: október 2012

Rafmagn frá Pakitsoq til Ilulissat

Heyrði aðeins í Bjarna Má og sagði hann að rafmagn frá Pakitsoq veitti íbúum Ilulissat byrtu og il í dag. Það var seemsagt spennusett í dag og tókst það vel. Til hamingju Ístak.
Ég er staddur hjá Hermanni í Qorlortorsuaq á suður Grænlandi. Þar er ætlunin að setja saman vélina aftur sem ég reif í sumar en […]

Prófanir

Í gær var snjór yfir öllu og orðið vetrarlegt. Í nótt hvessti og megnið af þessum snjó fauk í burtu en það er frekar hrissingslegt veður í dag og 6 stiga frost.
Prófanir hafa gengið hægar en við ætluðum. Það er alltaf að koma eitthvað smávegis uppá. Í gær urðum við að fresta prófunum vegna titrings […]

Legukeyrsla

Jæja, það snjóaði á okkur í dag og er allt grátt yfirlitum en annars ágætis veður, er að verða vetrarlegt.
Tókum út inntakslokuna í morgun og virðist hún vinna vel en enn sem komið er þá er hún bara handstýrð.
Í legukeyrslunni komu upp ýmis vandamál en það helsta var að vélin trippaði á hárri og lágri […]

Fyrsta run

Það er búið að vera blíða hér undanfarið, vindinn hefur lægt og það er hlítt.
Erum búnir að vera netlausir hér í 2 daga og því ekki getað komið neinu frá okkur hér en þetta stendur allt til bóta.
Seinasta steypan í göngunum kláraðist á þriðjudaginn og svo hefur gengið ágætlega með Portalbygginguna.
Fyrsta run á vél 3 var tekið seinnipart […]

Ný vika

Veðrið hefur verið ágætt, lítið frost en talsverður vindur undanfarna daga.
Mesta púðrið hefur farið í að tæma göngin. Til að geta tæmt göngin það mikið að það sé hægt að opna hurðina í Adit 1 þarf að dæla helling af vatni með dælum frá Adit 1 og yfir í sveilfugöngin og svo þarf “stórar” dælur […]

Tæma göng

Frostið heldur áfram og í dag var 8 stiga frost en hægvirðri og skýjað.
Dagurinn farið í að vatnstæma göngin og finnst mönnum leka allt of hægt úr þeim en þetta er samt eins og reiknað var með. Nú er farið að leka vatn út í sjó í fyrsta ksiptið í gegnum göngin. Við megum ekki […]

Fylla göng og tæma göng

Hér er búið að vera nóg um að vera.
Það hefur verið ágætis veður, kyrrt og frostið um 3°C en í morgun var 10 stiga frost.
Kristján Friðriksson kom hér á mánudaginn til að aðstoða okkur við að láta þetta ganga.
Gærdagurinn fór að mestu í að fylla göngin og var klárað að fylla upp í 150 m […]

Göngin tæmd

Helgin fór í það að mestu að tæma göngin og koma rafmagnsmálum í endanlegt horf.
Það tekur 2 sólahringa að tæma göngin fyrir ofan vél og þegar því vatni er sturtað niður er það nálægt því að fylla neðri göngin. Þegar þau voru tóm var hægt að setja loka fyrir neysluvatnið og gera við einn leka […]

Portalbyggingin sígur áfram

Það er unnið á vöktum, 24 klst á sólahring, til að koma portalbyggingunni sem lengst fyrir veturinn. Í gær var sperrusteypa á miðhlutanum. Hún verður nú varla tilbúinn til að vera í henni í vetur svo við verðum væntanlega að búa í kampinum. Í morgun var blíðu veður en um hádegið var hitinn kominn niður […]

Rótor vél 2 á sinn stað.

Í morgun var rigning og nokkur vindur.
Vatnsfylling á göngunum hélt áfram í gær og á miðnætti var hún kominn í 80 m. Í dag er stefnan á 120 m. Leki er orðinn nokkur í kringum tappan (Adit 1) en mjög lítið inni í stöðvarhúsinu. Það kláraðist að sjóða lagnirnar frá súmpdælunum svo nú er hægt […]