Færslur mánaðarins: september 2012

Sprengjudagur

Snemma í morgun var haldið upp á fjall því það átti að sprengja síðustu sprenginguna í göngunum og nú upp í gegnum botnin á vatninu. Það var mikil spenna í softinu því þetta var mikill áfangi í verkinu og mikilvægt að þetta heppnaðist vel. Það var búið að undirbúa þetta vel og allt klárt.
Sprenging og […]

Gert klárt fyrir sprenginguna

Það þurfti að sprengja stóran helli undir vatninu til að taka við öllu efninu úr síðustu sprenginunni.

Hér erum við inni í hellinum 50 metrum undir vatnsyfirborðinu. Stillasinn er til að bora fyrir seinustu sprengingunni og til að hlaða því í holurnar á eftir. Bergið fyrir ofan er frá 2 metra þykkt upp í 6 metra og […]

Úttekt á inntaki

Nú hefur allt verið á fullu við að klára upp í inntaki og gera klárt fyrir seinustu sprenginguna upp í gegnum botnin á vatninu. Þá verða lokurnar að vera klárar og vorum við að skoða þær. Lokuramminn var mældur með boginni réttskeið og var í góðu lagi. En viðgerðarlokan kom ekki eins vel út en […]

Undirbúnngur á gagnsetnigu á fyrstu vélinni

Þá er ég kominn aftur til Grænlands til að gansetja nýja virkjun og reka hana fyrsta árið. Þessi virkjun á að þjóna bænum Ilulissat en þar búa 5500 manns. Þetta eiga að vera 3 vélar hér, hver 7,5 MW. Það á að sprengja upp í vatnið núna á laugardaginn og er allt á fullu við […]