Heimferð

Búið að vera ágætis veður, hægviðri og um 8 stiga frost og smá snjóél. En það er samt enginn snjór hérna.

Reynt að ganga frá hérna svo Kristján fái þetta í sæmilegu standi og geti haft það rólegt um hátíðarnar.

Á að vera heimferð á morgun en þyrlan bilaði og er ekki víst að hún verði komin í lag á morgun. Þá er plan B að nota litla þyrlu og þarf hún þá að fara 5 ferðir en dagurinn er svo stuttur hér að hann endist ekki í það. Þess vegna getur verið að það verði 2 litlar þyrlur sem koma. En miðað við þetta er alveg ljóst að ég kemst ekki alla leið heim á morgun og verð að gista í bænum eina nótt. Svo er bara vona að það verði gott veður og flugfært.

Rótorinn á sinn stað

Rótor fyrir vél 1 kominn á sinn stað

Gsli og Bjarki við rafmagnstöflu

Gísli og Bjarki frá Rafmiðlun að koma rafmagnstöflunni fyrir vél 1 á sinn stað.