Vél 1

Það var bálhvasst í nótt og þegar ég klæddi mig klæddi ég mig vel því ég bjóst við miklum kulda. Þegar ég opnaði útidyrnar varð ég mjög hissa því það var allur snjór að hverfa og það var 8 stiga hiti úti.

Það er allt á fullu við að undirbúa brottför, loka og ganga frá. Ætlunin var að flestir færu héðan á fimmtudaginn til Ilulissat og svo heim á föstudag en nú var að koma í ljós að við fáum ekki þyrlu fyrr en á föstudag svo það verða allir að fara á. Nú er bara að vonast eftir góður veðri svo það verði flugveður.

Rótorinn á vél 1 er svona nokkurnveginn kominn á sinn stað. Það var frábært að ná því.

Svinghjól

Verið að hífa svinghjólið að sinn stað, fyrir neðan má sjá rótorinn.

Velta rotor

Eins og sést er ekki mikið aukapláss og var Mario frekar stressaður þegar hann var að velta rótornum.

Velta rotor

Og hér veltur rotorinn yfir og tókst það allt eins og best var á kosið.

hfa rótor

Verið að hífa rótorinn á sinn stað.

2 ummæli

 1. Gísli G. Pétursson
  12. desember 2012 kl. 23.04 | Slóð

  Gaman að sjá þessar myndir hjá þér. Þeim mun meira því mun betra ;-)
  Kemur þú heim þann 14 eða 15 norður?

  Kv Gísli G

 2. Guðmundur Þórðarson
  19. desember 2012 kl. 19.36 | Slóð

  Sælir Pétur, Kristján og Bjarni Már,

  Frábært að ná vél 1 á staðinn fyrir vetrarlokun. Vorið verður því mun auðveldara en annars því væntanlega verður siglingaleiðin ekki fær fyrr en um mánaðarmótin maí-júní.
  Frábær síða hjá ykkur og skemmtilegt að fylgjast með í máli og myndum.
  Óska ykkur gleðilegra jóla og takk fyrir gott samstarf.
  kveðja
  Guðmundur