Snjókoma

Undanfarið hefur verið frekar hvasst og um 14 stiga frost sem varð í kringum 25 stig með vindkælingu. En í gær fór að hlýna og í dag er 4 stiga frost, hægviðri og snjókoma.

Dagurinn er orðinn mjög stuttur hér og verður ekki einusinni almennilega bjart yfir hádaginn.

Það átti að koma þyrla í gær en komst ekki vegna veðurs, í dag var það tvísýnt vegna skyggnis en það hafðist.

Vinna í legum fyrir vélar 2 og 3 hefur gengið ágætlega og er stefnt að því að ljúka vél 2 í dag en vél 3 kláraðist í gær. Árangurinn lofar góðu en er ekki ljóst hvort þetta gangi allt upp. Titringur í vél 3 er nánast horfinn og er allt annað að finna og sjá hvernig hún gengur. En það er verra með vél 2, þar höfum við ekki náð titringnum burtu og verður ekki reynt að gera betur fyrr en í vor.

Bestu kveðjur frá Pakitsoq og verið nú dugleg að kvitta fyrir komuna.

Pétur Bjarni

Stýrilega

Átti enga aðra mynd en þetta er stýrilegan í vél 3, það hafa kannski einhverjir gaman af því að sjá þetta.

4 ummæli

 1. Bríet
  9. desember 2012 kl. 19.31 | Slóð

  Gaman að lesa bloggi þitt Pétur.

 2. Guðmundur Þórðarson
  9. desember 2012 kl. 19.44 | Slóð

  Sæll Pétur,
  Það er greinilega að harðna á dalnum, verður þú yfir jólin í Pakitsoq ?
  Gangi ykkur sem best
  Kveðja
  Guðmundur

 3. 9. desember 2012 kl. 20.50 | Slóð

  Sæll Guðmundur
  Gaman að heyra í þér og takk fyrir góðar kveðjur.
  Nei, ég verð ekki hér um jólin, hann Kristján tekur þann pakka. Ég kem aftur 3 jan.
  Kveðja
  Pétur Bjarni

 4. Stefán Stefánsson
  10. desember 2012 kl. 23.07 | Slóð

  Sæll Pétur,
  það er gaman að fylgjast með ykkur þarna á Grænlandi og ævintýri greinilega mörg.
  Gangi þér vel.

  Kveðja,
  Stebbi