Kólnar aftur

Frostið komið í 14 gráður en það væri svo sem í lagi ef að það blési ekki með þessu.

Til að bæta upp vatnstapið í neysluvantss lögnunum þurftum við að búa til neysluvatn úr sjó. Það gengur vel svo nú getum við farið í bað aftur og lyktum þá sæmilega:)

Unnið á fullu við að ná titringnum úr vélunum og lofar sú vinna góðu. Gangnavinnan upp í efra lónið gengur ágætlega og er á áætlun. Annars er unnið í Portalbygginguni og frágangi fyrir veturinn.

Hér sjást engin jólaljós nema í mötuneytinu, eldhúsliðið skreytti salinn aðeins og setti upp seríur í gluggana. Það er líka notalegt að koma þangað og heyra íslensk jólalög spiluð. Þetta er það næsta sem maður kemst jónunum núna.

Bestu kveðjur

Pétur Bjarni

Portal

Herbergin komin í Portalbygginguna og byrjað að spasla í veggina. Það styttist í að maður geti flutt:)