Heimferð

Í dag fóru 19 manns heim svo það fækkar stöðugt hérna hjá okkur. Nú fóru flestir af þeim sem ég hef verið að vinna með svo ég sit hér einn á kontórum. Held bara að ég sé strax farinn að sakna ykkar:). Það komu menn frá LDW og Kössler með þyrlunni núna og eiga þeir að laga titringinn í vélunum.

Við erum í vandræðum með neysluvatnið hjá okkur, það hefur sennilega frostsprungið lögn og þar rennur vatnið út en við vitum bara ekki hvar. Það er ekki auðvellt að grafa og leita þar sem jörðin er öll frosin og hér liggja strengir og lagir út um allt á svæðinu. Þetta tekst vonandi áður en við förum að lykta mjög illa.

Það er um 12 stiga frost en svo er strekkings vindur svo kuldin smýgur allsstaðar svo það má bara segja að það sé skít kalt.

Kveðja

Pétur Bjarni

Afferma þyrluna

Það þarf stórvirk tæki til að afferma þyrluna.

Fara um borð  þyrluna

Klára að afferma þyrluna og koma svo farangri og farþegum fyrir.

Þyrlan á loft

Og svo er bara að hefja sig til flugs þó þung sé.

Þyrlan farin

Svo er hún bara farin með allt liðið, skökt.