Litlu jólin

Veðrið hefur verið svolítið risjótt hjá okkur hér. Í gær átti að koma þyrla með menn frá Kössler og LDW en það var allt of hvasst fyrir hana svo hún komst ekki. Það brotnuðu rúður í 2 bílum þegar grjót fauk í þær. Það er því stefnt á 1 þyrluflug á morgun þar sem þessir menn koma og þeir sem eru að fara heim fara með henni til Ilulissat. Hitinn hefur verið í kringum frostmarkið.

Í gærkvöldi voru haldin litlu jólin hjá okkur. Afmælisbarnið Haukur kokkur og hans lið í eldhúsinu töfruðu fram glæsilega veislu og var glaumur og gleði fram eftir kvöldi.

Virkjunin hefur gengið vel en það er verð að reyna hnýta eins marga lausa enda og hægt er áður en menn fara heim í jólafrí.

Kveðja

Pétur Bjarni

Gsli og Haukur

Gísli staðarstjóri og Haukur kokkur bjóða til veilsu

Veisluborð

Glæsilegt veilsuborð

Litlu jólin

Olli, Kiddi, Steinar, Ella, Hallgrímur og Eggert

Ein ummæli

  1. Guðmundur Þórðarson
    2. desember 2012 kl. 18.23 | Slóð

    Skemmtilegt að fylgjast með lífinu í Pakitsoq hér á síðunni. Geri ráð fyrir að gleðin hafi heldur vaxið þegar á leið frá þessum myndum ?
    kveðja
    Guðmundur