Sumarblíða

Þetta er ótrúlegt þetta veður hérna. Undanfarna daga hefur blásið frekar hressilega en hitinn hefur verið fyrir ofan frostmark og farið upp í 7°C. Sá litli snjór sem sást hérna er að hverfa og vökin í kringum útfallið er að stækka. Sólin kom upp kl. …. Nei hún kemur víst ekkert meira upp á þessu ári hérna í Pakitsoq, verðum því að bíða eftir henni til næsta árs.

Reksturinn gengið ágætlega, gerðum við bilun í vökvakerfi vélar 2 en það var skemmdur O-hringur og settum hana aftur í rekstur. Það er talsvert minni orkunotkun þegar það er svona hlýtt úti svo við spörum vatnið á meðan og ég er ekki frá því að það hafi aukist aðeins í lóninu í þessari hláku.

Bestu kveðjur

Pétur Bjarni

Mála stöðvarhús

Verið að mála stöðvarhúsgólfið og þá fer þetta að lýta vel út.

Herbergi Portal

Byrjað á milliveggjum í portalhúsinu. Það styttist í herbergið mitt:)

Rafali 1 kominn stððvarhúsið

Rafali vélar 1 kominn í stöðvarhúsið, sátrið hérna niðri merkt LDV og statorinn uppi á pallinum vafin í grænt plast.

Hitaketill

Ef línan bilar þá megum við ekki bara stoppa virkjunina og bíða eftir viðgerð. Þá gæti vatnið frosið í göngunum og allt stíflast. Þess vegna er hérna rafketill sem hægt er að keyra upp í 2,4 MW. Þá er vélin keyrð á 2,4 MW og þá er nægjanlegt vatnsflæði í göngunum til að vatnið frjósi ekki. Þessari hitaorku er svo bara hent út í frávatnsgöngin.

2 ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  28. nóvember 2012 kl. 21.00 | Slóð

  Ein smá hugleiðing:
  Er ekki liturinn á rafölunum frekar drungalegur svona svartur miðað við glaðlega rafalalitinn í 2.firði, fagur-fjólublár. Komst nútíma arkitekt í litavalið ? :-)
  kveðja
  Guðmundur

 2. 28. nóvember 2012 kl. 21.32 | Slóð

  Sæll Guðmundur

  Gaman að heyra í þér.
  Rafalinn er dökk blár en það er rétt hjá þér að það var skemmtilegri litur á þessu í öðrum firði. Ég held að það hafi átt að vera Nukissiorfiit litur á rafalanum en það klikkað eitthvað.

  Kveðja

  Pétur Bjarni