Sviftingar í veðri

Í gær fór ég í göngutúr hér upp á fjall. Það var 17 stiga frost og kaldi svo það var eins gott að búa sig vel enda var alveg ískalt. Í dag er hvasst en 3 stiga hiti svo það er 20 stiga sveifla yfir nóttina.

Daginn styttir ört hér, nú er sólaruppkoman kl. 11:21 og hún sest aftur kl. 12:36.

Þurfti að skipta yfir á vél 3 í gær þar sem það kom upp bilun í vökvakerfi en annars hefur þetta gengið vel hjá okkur. Það er magnað að hafa 1 vél til vara.

Kveðja að sinni

Pétur Bjarni

Ístaksbúðirnar

Vinnubúðir Ístaks í Pakitsoq

uppi á fjalli

Þetta er það sem við sjáum til sólarinnar. Það er flott að sjá hvernig grjótið situr ofan á þessu jökulsorfna bergi.

Ein ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  27. nóvember 2012 kl. 9.39 | Slóð

  Það verða væntanlega lítil not af gönguskíðum.
  kveðja
  Guðmundur

  Sæll Guðmundur.

  Takk fyrir góðar kveðjur.

  Já mér sýnist lítið verða úr gönguskíðanotkun hér.

  Kveðja

  Pétur Bjarni