Flæðismæling

Það er búið að vera flott veður síðustu dagana. Hægviðri eða logn, heiðskýrt og 17-20 stiga frost.

Fjörðinn er að leggja og íslaust svæði í kringum útfallið frá virkjuninni minnkar alltaf.

Það hefur verið maður frá Rittmayer að gangsetja flæðismælana hjá okkur og nú sjáum við að á 5,7 MW fara 3,52 maf vatni í gegnum vélina. Nú er hægt að reikna út hvort vatnið dugar í fulla framleiðslu í allan vetur.

Í gærkvöldi var hér stórkostleg norðurljósasýning. Ég hljóp inn og klæddi mig vel, það var jú 18 stiga frost úti og svo þurfti ég að fara upp í virkjun og sækja myndavélina. Þegar ég var búinn að þessu voru öll norðurljós horfin svo ekki tókst að ná þeim núna svo hlógu þau að mér í morgun þegar ég fór í vinnuna en þá sýndu þau sig aftur í smá tíma.

Reksturinn gengur bara vel þessa dagana og verður vonandi áfram.

Bestu kveðjur

Pétur Bjarni

Portalbyggingin

Portalbyggingin, búið að loka öllu og það eru að verða til herbergi inni.

Pakitsoq fjörður

Hér má sjá hvernig fjörðurinn er að frjósa og vökin frá útfallinu er alltaf að minnka.

Froðið lónið

Ísjakar á vatninu í túnglskyninu, þetta er algjört ævintýraland.

Ein ummæli

  1. Gudmundur Þórðarson
    25. nóvember 2012 kl. 0.11 | Slóð

    Bið að heilsa
    Kveðja
    Guðmundur