Bærinn ljóslaus

Jæja þar kom að því. Í fyrradag varð útleysing þannig að bærinn missti allt rafmagn. Það varð útleysing á svæðinu sem varð svo til þess að vélin fór út og allt varð rafmagnslaust. Það má segja að þetta hafi verið röð mistaka sem olli því að þetta gerðist. Þegar átti að ræsa díselvél í bænum kom í ljós að það var vatn inni á einum strokknum á henni. Það var smá bras hjá okkur að setja í gang aftur svo þetta hjálpaðist allt að til að gera okkur erfitt fyrir en hafðist að lokum.

Það er búið að vera kalt hjá okkur, 14 stiga frost og vindur. Þetta gerir það að verkum að það þarf að kinda meira og nú er svo komið að eiginnotkun er á tampi og hefur verið að slá út og þá verður allt vinnusvæðið rafmagnslaust. Nú er verið að fynna leiðir til að spara rafmagn til að þurfa ekki að keyra disel vélar með.

Í gær kom rafalinn fyrir vél 1 hingað og var það væntanlega síðasta skip ársins. Ísinn er orðinn þykkur og þetta hefði í raun ekki verið hægt nema af því að það var fenginn Grænlenskur togari til að halda rennunni í ísnum opinni.

Góðar kveðjur og takk fyrir kommentin

Pétur Bjarni

Frosinn foss

Þessi frosni foss kemur af jöklinum og fellur í vatnið sem við erum að virkja.

Ein ummæli

  1. Gudmundur Þórðarson
    22. nóvember 2012 kl. 22.40 | Slóð

    Vonandi gengur ykkur vel að halda öllu gangandi.
    Kveðja
    Guðmundur