Ganga á jökul

Það var fallegt veður í gær, 12 stiga frost og logn hérna í búðunum.

Fóum með þjóðverjana í gönguferð upp á jökul. Þeir voru búnir að óska eftir því að sjá jökulinn almennilega og þar sem þeir eru að fara á morgun var drifið í ferð þangað uppeftir. Ókum upp að overföring göngunum (það eru göngin á milli vatnana) og gengum út á ísinn á vatninu. Þar eru ísjakar frosnir fastir en mynda stórkostlegan draumaheim og hægt að sjá allskonar fígúrur úr þeim. Út á ísnum var farið að kula af jöklinum svo það var ískalt en það var bara í samræmi við þessa veröld. Svo var gengið að jökulsporðinum og aðeins upp á jökulinn til að þeir gætu sagst hafa gengið á jökli. Svo gengum við að fossi sem var algjörlega frosinn og mögnuð sýn. Áttum þarna góðan dag og þjóðverjarnir alveg í skýjunum með ferðina.

Annars gengur allt vel, í dag er 8 stiga frost, hægviðri og heiðskýrt. Það er kominn 15 cm þykkur ís á fjörðinn og erfitt með siglingar. En það verður reynt að halda opinni rennu fram í vikuna til að ná síðasta rafalanum á svæðið.

Hafið það sem best og góðar kveðjur frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Þröskuldurinn

Hér er þröskuldurinn þar sem vatnið kemur úr göngunum frá vélunum og niður í sjó.

Skriðjökull

Hér sést hvernig skriðjökulinn skríður áfram og brýtur upp ísinn á vatninu.

Ísjaki

Þeir voru margir flottir ísjakar þarna og af öllum stærðum gerðum.

Á jökli

Komnir upp á jökul, hann er mjög úfinn og sprunginn þarna þar sem hann skríður áfram út í vatnið.

Ísjaki

Þarna má vel ímynda sér að grameðla sé að kíkja upp fyrir ísjakann.

2 ummæli

 1. Agla Rögn
  19. nóvember 2012 kl. 20.15 | Slóð

  ég er að hugsa um að fylgjast aðeins með, frábærar myndir. Bestu kveðjur úr kafaldssnjó.

 2. Gudmundur Þórðarson
  20. nóvember 2012 kl. 22.17 | Slóð

  Pétur Bjarni & co,
  Það er bæði áhugavert og gaman að fylgjast með hérna á síðunni. Skemmtilegar myndir sem sýna hrikalega nálægð við Grænlandsjökul.
  Kveðja
  Guðmundur

Ein bakvísun

 1. Frá Hvítá 1.3.2013 « Sunneva Sól Árnadóttir, dags. 2. mars 2013 kl. 13.11

  […] Skálar- og hvilftarjöklar – Algengastir á Eyjafjarðarhálendinu ~Sunneva                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                  Mynd 1 Heimildir Texti er tekinn úr Auðvitað bókum 1 og 3 og úr glærum eftir Höllu Siggu. Mynd 1: http://ilulisaat.blogg.is/2012-11-19/ganga-a-jokul/ Mynd 2: http://www.svifflug.com/blogg.aspx?groupid=2&id=219 […]