Laugardagur

Fallegt veður í dag en kalt, hægur vindur, heiðskýrt og sást sólin á fjallatoppunum hér á móti.

Sólaruppkoman er kl. 10:06 og hún sest aftur kl. 13:47 svo dagurinn er að verða ansi stuttur.

Höfum verið að prófa bæði vél 1 og 2 og er þessum prófunum nú nánast lokið. Erum að keyra 7,4 MW á vél 2 sem er nánast full afköst.

Fór í gönguferð með Júlla pípara um svæðið þar sem hann var að kenna mér á vatnsveituna því ég verð að hafa eftilit með henni líka. Byrjuðum að fara á Vatneyri en festum bílinn á leiðinni og þurftum að ganga. Með miklum látum tókst að ná bílnum upp aftur og á leiðinni til baka komum við við í Litluhlíð, þar var nú aðeins hægt að skoða dælur en fengum ekkert kaffi eins og við hefðum fengið á höfuðbóli Júlla, Litluhlíð á Barðaströnd.

Þetta er heljarinnar mál að hafa gott vatn en hér eru engar uppsprettur eða borholur og verður að taka vatnið úr sjónum eða úr mýri meðan hún er ekki frosin. Svo verður að hreinsa vatnið og gera það drykkjarhæft og að lokum koma því upp í kampinn og eitt stærsta málið að halda því ófrosnu.

Njótið helgarinnar og bestu kveðjur

Pétur Bjarni

Prófunarliðið

Prófunarliðið talið frá vinstri. Pétur Bjarni frá Landsvirkjun Power, Kristjan frá LDW, Bernhard frá Kössler, Mike frá LDW, Lars frá ABB, Sigmar og Guðbjörn frá Verkís.

3 ummæli

 1. Guðmundur Þórðarson
  17. nóvember 2012 kl. 21.28 | Slóð

  Flottir kappar !

 2. Jón Pálmason
  18. nóvember 2012 kl. 9.34 | Slóð

  Sæll Pétur Bjarni, það er gott þú sérð um fréttirnar. Það er líka flott að prófanir ganga vel.

 3. Þorbergur Leifsson
  19. nóvember 2012 kl. 9.13 | Slóð

  Sæll

  Bara að láta vita að ég les þetta blogg og hef af því bæði fróðleik og skemmtun.

  Hvet þig því áfram

  Þorbergur Leifsson Verkís