Prófanir vél 2

Veðrið hefur verið mjög risjótt hérna. Brjálað veður upp á fjalli en hérna niðri hefur það verið skaplegt. Hitinn yfirleitt rétt undir frostmarki og niður í -10 gráður en það er kalt þegar það blæs. Í gær var felld niður sigling vegna veðurs og það er frekar sjaldgæft.

Prófanir á vél 2 hafa gengið ágætlega en aðeins hægar en ég hefði viljað en erum samt á áætlun. Það er alltaf eitthvað smávegis sem kemur upp og þarf að lagfæra og stilla betur. Það er búið að keyra vélina og spennusetja allt og taka upp smá álag. Næst er að gera álagsprófanir og ef allt gengur upp þá klárast þetta í dag.

Kveðja frá Pakitsoq

Pétur Bjarni

Prófannir

Prófanaliðið, Lars frá ABB, Bernhard frá Kössler, Ragnar frá Nukissiorfiit, Guðbjörn frá Verkís, Mike og Kristjan frá LDW.

Prófannir

Verið að skoða teikningar og finna út af hverju þetta virkar ekki. Guðbjörn frá Verkís, Lars frá ABB, Sigmar frá  Verkís og Frank frá Nukissiorfiit.