Fyrsta run á vél 2 ofl

Höfum verið að framleiða frá 5 til 7 MW og fer álagið mikið eftir veðrinu. Keyrslan hefur gengið vel og ótrufluð þessa dagana. Það trippaði rafmagnsketill í nótt í bænum en eftir að hafa endurstillt varnirnar þá kom það í veg fyrir að bærinn yrði rafmagnslaus.

Það hafðist að láta vél 2 snúast í fyrsta skiptið á laugardaginn en svo verður haldið áfram í prófunum á henni í vikunni.

Veðrið hefur verið risjótt. Á laugardag var það alveg snælduvitlaust, vindur og skafrenningur, og ekki mögulegt að fara upp á fjall til rvinnu. Að öðru leiti hefur það verið ágætt, í dag er hægviðri, -4 gráður og smá snjódrífa. Fjörðurinn var farinn að frjósa og á kafla var kominn 10 cm þykkur ís. Menn voru farnir að gefa frekari siglingar upp á bátinn og var búið að panta þyrlu fyrir næstu heimferð. En í óveðrinu á laugardag brotnaði ísinn upp og hvarf og urðu menn þá bjartsýnir á frekari siglingar.

Á laugardagskvöldum létta menn aðeins lundina og þá er spilaður póker, allir fá spilapeninga fyrir 1 bjór og svo fær sigurvegarinn bjórinn. Einig er spilað biljard og sitthvað fleira.

Það fóru nokkrin galvaskir í göngutúr á sunnudag til að skoða yfirfallið og ath hvort það væri þar rennsli. Færið var mjög erfitt en hafðist samt. Þarna er allt frosið en það heyrðist smá gutl undir ísnum svo við erum greinilega að fara að nýta forðann strax næstu daga.

Kveðja til allra

Pétur Bjarni

Pakitsoq fjörður

Pakitsoq fjörður að frjósa

Póker

Pókerspil á laugardagskvöldi

Ganga

Galvaskir göngukappar að leggja af stað að yfirfallinu

Jökull

Hrjóstrugt landslag og þarna sést skriðjökulinn koma í vatnið

Yfirfall

Yfirfallið. Á sumrin er hér mikið vatnsfall en núna seitlar aðeins yfir.