Fyrsta útleysingin

Jæja þar kom að því.

Bærinn varð rafmagnslaus kl. 6:45 í morgun. Það leysti út rafmagnsketill í Ilulissat og við það varð tíðnisveifla sem leysti út 10 KV rofa í bænum. Vélin og línan stóðust þessa raun og því var auðvellt að koma rafmagninu aftur á. Það er léttir að það var ekki hægt að rekja þetta til okkar og kerfið virkaði eins og það átti að gera.

Í dag er logn, 8 stiga frost, léttskýjað og fjörðurinn frýs bara meira og meira.

Sendi nokkrar myndir frá suður Grænlandi hér með þar sem ég hef ekki tekið neinar myndir hér núna.

Verið nú dugleg að kvitta fyrir komuna svo ég sjái að það er einhver að lesa þetta.

Kveðja

Pétur Bjarni

Safn  Qaqortoq

Fór á safn í Qaqortoq og hér má sjá Grænlenska þjóðbúninga sem voru meðal sýningargripa. Það sem mér kom þó mest á óvært að safnstjórinn hafði heyrt af Fuglasafni Sigurgeirs og að það hefði fengið mjög góða dóma.

Safn  Qaqortoq

Kayakar frá um 1950. Þetta er völundarsmíð og gaman að skoða.

Verið að setja rafalann saman

Verið að setja rafalan saman. Þetta var talsvert mál og þurfti að sérsmíða rör til að setja á endan á rótornum. Rótornum síðan stillt upp á planka og statorinn hífður yfir rótorinn.

Verið að hfa rafalann á sinn stað

Verið að hífa rafalann á sinn stað. Þurftum einnig að sérsmíða liftibúnaðinn vegna lofthæðarinnar.

Rafalinn kominn á sinn stað

Hér er rafalinn kominn á sinn stað og búið að setja túrbínuna saman og allt klárt til gangsetningar.

Ein ummæli

  1. Gísli G. Pétursson
    9. nóvember 2012 kl. 21.39 | Slóð

    Gaman að sjá myndir af hífingarbúnaðinum :-)