Til Ilulissat aftur

Jæja þá er ég kominn aftur hingað í Pakitsoq eftir að hafa verið í viku hjá Hermanni í Qaqortoq.  Þar  settum við rafala og vél saman með hjálp frá Micael frá ABB, Peter og Bavia (veit ekki hvort þetta sér rétt skrifað hjá mér) frá Nukissiorfiit. Við unnum langa vinnudaga og gekk verkið mjög vel og kláruðum við 3 dögum á undan áætlun. Nú er vélin farin að snúast og veita íbúum Qaqortoq birtu og yl eins og maðurinn sagði forðum.

Þá tók við ferðalag frá Qaqortoq til Ilulissat, norður eftir ca hálfu Grænlandi. Í Qaqortoq var rigning og 2 stiga hiti. Svo var lent í Nasasuaq, þar var hiti við frostmark, úrkomulaust en fjörðurinn frosinn og fjöll hvít í toppinn. Þá var lent í Nuuk, hitinn um frostmark og rigningarúði en enginn snjór, þarna átti að vera hálftíma stopp en varð að 2½ bið vegna seinkunar á flugi. Loks var haldið áfram og lent í Sisimiut, þar var búið að moka flugbrautina því þarna er kominn nokkur snjór. Það  var gaman að koma þarna aftur en þetta var bara 10 min stopp svo ég gat ekki séð mikið né hitt einhverja sem ég þekkti. Þá var það loka áfanginn til Ilulissat, þar var 8 stiga frost, snjókoma og vindur, sem sagt kalt. Vegna seinkunar á fluginu var ég það seint á ferðinni að það var ekki hægt að sigla inn í Pakitsoq fyrr en morgunin eftir.

Hér í Pakitsoq er vél 3 í gangi og framleiðir allt rafmagn fyrir Ilulissat og vél 2 í prófunum.

Bestu kveðjur

Pétur Bjarni

Þyrlan að b�ða eftir mér

Kom með Dash 8 til Narsarsuaq og þar beið Sikorski þyrla eftir mér til að hald áfram

Tröppur

Hver segir að tröppur þurfi að vera flóknar, skóli í Qaqortoq.

Markaður

Markaður í Qaqortoq, á öðru borðinu er búið að skera sel en á hinu er fiskur,

Markaður

Sami markaður og að ofan en fyrir utan var hægt að kaupa saltfisk, harðfisk, fugl, lambakjöt og fleira góðgæti.

Qaqortoq

Qaqortoq, íbúar um 1.400.

Ein ummæli

  1. Gísli G. Pétursson
    8. nóvember 2012 kl. 17.37 | Slóð

    Alltaf jafn gaman að lesa fréttir frá þér :-)