Rafmagn frá Pakitsoq til Ilulissat

Heyrði aðeins í Bjarna Má og sagði hann að rafmagn frá Pakitsoq veitti íbúum Ilulissat byrtu og il í dag. Það var seemsagt spennusett í dag og tókst það vel. Til hamingju Ístak.

Ég er staddur hjá Hermanni í Qorlortorsuaq á suður Grænlandi. Þar er ætlunin að setja saman vélina aftur sem ég reif í sumar en rafalinn kom í gær frá Danmörku. Stefni á að vera hér í 8-10 daga en vara svo til Ilulissat og vera þar til jóla.

Við sigldum frá Qaqortoq seinnipartinn í dag og lentum í myrkri. Eins og Titanic forðum sigldum við hratt og þurftum að fylgjast með ís til að verða okkur ekki að voða. En eins og hjá Titanic lentum við í ís og götuðum skipið og….nei nei nú er ég bara að bulla, ferðin gekk vel en lentum í smá ísskæni sem báturinn fór létt í gegnum.

Á leiðinni þurfti ég að lenda í Nuuk og vera þar eina nótt. Hljóp aðeins út með myndavélina áður er ég stökk upp í flugvélina.

Bestu kveðjur frá Qorlortorsuaq

Pétur Bjarni

Ljóta blokkin horfinn

Það er búið að rífa stóru ljótu blokkina í Nuuk. Það var mikil hreinsun að láta hana hverfa.

Kúltúrhúsið

Kulturhúsið þeirra í Nuuk. Þarna var í gær og í dag kynning á Íslenskum fyrirtækjum og verið að koma því á framfæri hvað við Íslendingar höfum að bjóða til Grænlendingana. Þarna voru meðal annars Ístak og Verkís. Þarft og gott framtak hjá Íslandsstofu.

Nuuk center

Nýr verslunarkjarni í Nuuk. Flott hús.

Gamalt hús

Þau þurfa ekkert að vera ný húsin til að vera flott, þessi hús eru hinu megin við götuna á móti nýju verslunarmiðstöðinni.

Kayak

Þegar Grænland er annars vegar er ekki hægt annað en að sýna kayak en þessir bíða væntanlega eftir næsta sumri.

Ein ummæli

  1. Krissi
    4. nóvember 2012 kl. 14.52 | Slóð

    Það er nú meiri þvælingurinn á þér strákur.

    Kveðja úr Mývatnssveitinni.